spot_img
HomeFréttirSnæfell fær makedónskan þjálfara

Snæfell fær makedónskan þjálfara

17:45

{mosimage}

Jordanco Davitkov hóf þó ferilinn í körfuboltanum sem leikmaður og lék sem atvinnumaður í 20 ár flest af þeim í fyrrum Júgoslavíu og vann á þeim tíma 7 meistaratitla og 4 bikarmeistaratitla. Spilaði í 17 ár með sterkasta liði Makedóníu, Rabotnicki. Hann lék með landsliði Makedóníu og var þar fyrirliði.

Jordanco Davitkov hóf þjálfunarferiinn sem spilandi þjálfari 1999/2000 hjá Nikol Fert-Gostivar og vann meistaratitilinn á sínu fyrsta ári sem spilandi þjálfari auk bikartitla. Hann þjálfaði eftir það nokkur lið sem hann fór með í úrslit í bikar og deild. Var ráðinn sem þjálfari til Rabotnicki 2004 og vann með þeim bæði meistaratitilinn og bikar á sínu fyrsta ári og næstu tvö ár á eftir. Jordanco Davitkov var á þessum árum kjörinn þjálfari ársins þ.e. árin 2004,2005 og 2006.
Árið 2001 var hann ráðinn sem yfirþjálfari karlalandsliðs Makedóníu og hefur gegnt þeirri stöðu þar til nú. Hann hefur m.a. farið með landsliðið í undankeppnina í Evrópukeppninni og árangurinn þar er 15 sigrar og 10 töp.

Hér hefur aðeins verið stiklað í gegnum ferilskrána og samkvæmt henni er Jordanco greinilega enginn aukvisi í körfuboltanum og verðugur arftaki Geof Kotila. Hann kemur til með að taka við góðu búi og nú er að sjá hvort honum takist að landa meistaratitlinum hér á landi með Snæfelli.

www.stykkisholmsposturinn.is

Mynd: www.skok.com

Fréttir
- Auglýsing -