spot_img
HomeFréttirU15 drengir: Skemmtilegt verkefni framundan í Köben

U15 drengir: Skemmtilegt verkefni framundan í Köben

14:17

{mosimage}

Ungur leikmaður á fullri ferð á mótinu í fyrra 

U15 drengjalandsliðið, sem er skipað drengjum fæddum 1993-1995 mun taka þátt í alþjóðlegu boðsmóti (Copenhagen Invitational) í júní í Farum, sem er rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Heimasíða mótsins er: www.cph-invitational.dk

 

Þjálfari liðsins er Einar Árni Jóhannsson. En hann hefur náð mjög góðum árangri með þau lið sem hann hefur þjálfað bæði á Íslandi og á mótum erlendis.

Þetta í annað sinn sem þetta mót er haldið. Markmið mótshaldara er að skapa vetfang fyrir úrvalslið frá hinum ýmsum löndum til að mætast, við kjöraðstæður og í glæsilegri umgjörð. Þessi úrvalslið eru annað hvort afburða félagslið, hrein landslið eða héraðsúrvöl.

Í ár er keppt í tveimur aldursflokkum á mótinu, 1993 og 1994. Átta lið eru í hvorum aldursflokki og er þeim skipt í tvo riðla. Öll liðin á mótinu leika fimm leiki. Ísland verður með lið í eldri aldurshópnum. Samkvæmt heimasíðu mótsins þá eru eftirfarandi lið skráð til keppni:

1993
Danska U15 landsliðið. Þetta lið hefur verið í gangi í tvö ár og margir leikmenn liðsins koma frá Horsens sem gerði sér lítið fyrir og vann Scania Cup árið 2007.

Héraðslið Niedersachsen. Þetta úrvalslið kemur frá norðvestur hluta Þýskalands. Þetta er nokkuð hávaxið lið og er meðalhæð byrjunarliðsins er um 195 cm. Liðið hefur unnið nokkur mót fyrir héraðslið í Þýskalandi síðustu árin og er að undirbúa sig fyrir héraðsmót í október þar sem næsta þýska U16 lið verður valið.

Basketballshop All-stars Oslo. Þetta héraðslið þykir sterkt á norskan mælikvarða. Liðið hefur verið lengi saman og stóð sig ágætlega á móti í desember í Englandi og það mun undirbúa sig vel fyrir mótið í Köben.

Héraðslið Berlin. Þetta lið hefur æft lengi saman, tekið þátt í mörgum verkefnum og staðið sig vel í þeim. Þetta lið er að undirbúa sig fyrir héraðsmótið í október eins og Niedersachsen.

WKK Wroclaw Basketball Club. Þetta félag er með eitt besta yngri flokka starfið í Póllandi. 1993 árgangurinn hjá þeim er mjög sterkur og þeir voru Póllandsmeistarar árið 2007 og þykja líklegir til að verja titilinn.

Sænska U15 landsliðið. Þetta lið er búið að vera saman í tvö ár.

Enska U15 landsliðið. Lítið er að frétta af þessu liði.

Íslenska U15 landsliðið. Flestir þessir strákar hafa mætt í úrvalsbúðir KKÍ í þrjú ár frá 11 ára aldri. Nokkrir þeirra léku með U16 á Norðurlandamótinu í Solna.

1994
Heimaliðið Værlöse er greinilega mjög gott. Þeir eru besta liðið í Danmörku í sínum árgangi, unnu Scania Cup 2006, Badam mótið í Slóvakíu 2007 og Copenhagen Invitational mótið í fyrra.

Danska U14 landsliðið er þjálfað af Íslandsvininum Thomas Fjoldberg.

Litháenska Tornades. Þetta lið er nokkuð sterkt og kemur frá körfuknattleiksborginni Kaunas. Þetta lið kom inn á síðustu stundu fyrir pólskt lið sem hætti við þátttöku.

Slóvanksa U14 landsliðið. Þetta lið er í metnaðarfullu prógrammi þar sem það mun taka þátt í fleiri verkefnum á þessu ári en mótinu í Köben.

Austuríska U14 landsliðið.

Tékkneska liðið Snakes Ostrava. Þeir hafa unnið meistaramót sitt í Tékklandi síðustu þrjú ár, auk þess að hafa unnið önnur mót.

Sænska félagsliðið SBBK frá Södertaalje. Þetta lið vann Scania Cup í vor og hefur farið til margra landa í keppnisferðir. Það er þjálfað af Íslandsvininum Erik Lindell en hann er einnig framkvæmdastjóri Scania Cup mótsins. Ef karfan.is man rétt þá hafa Fjölnisdrengir (1994) leikið við þetta lið og einnig Stjörnudrengir fæddir 1995. Þetta lið hefur verið í mjög metnaðarfullu prógrammi og það hefur verið haldið mjög vel utan um það. Í liðinu er m.a. einn leikmaður sem er um tveir metrar á hæð.

Eistneska liðið BC HITO. Lítið er að frétta af þessu liði.

Ef eitthvað er að marka textann hér fyrir framan þá er ljóst að íslensku strákarnir eru að fara að taka þátt í flottu móti með mjög góðum liðum. Eftirtaldir 16 leikmenn eru í liðinu:

Alexander Jarl Þorsteinsson, ÍBV
Andri Þór Skúlason, Keflavík
Anton Örn Sandholt, Breiðablik
Aron Ingi Valtýsson, Keflavík
Ágúst Orrason, Breiðablik
Emil Karel Einarsson, Þór Þorlákshöfn
Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðablik
Kristófer Ednuson, KR
Maciej Stanislav Baginski, Njarðvík
Matthías Orri Sigurðarson, KR
Oddur Birnir Pétursson, Njarðvík
Sigtryggur Arnar Björnsson, Kanada
Snorri Hrafnkelsson, Breiðablik
Valur Orri Valsson, Skallagrímur
Þorsteinn Ragnarsson, Þór Þorlákshöfn
Ægir Hreinn Bjarnason, Breiðablik

Myndin er tekin af heimasíðu mótsins.

Fréttir
- Auglýsing -