spot_img
HomeFréttirSiena vann fyrsta leikinn

Siena vann fyrsta leikinn

09:37

{mosimage}

Siena Montepaschi tók fyrsta leikinn gegn AJ Milano og eru því komnir með 1-0 forskot í úrslitakeppni ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðin léku í gær á heimavelli Siena og höfðu meistararnir nauman sigur 75-71. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í úrslitin.

Fyrri hálfleikur var gífurlega jafn hjá liðunum og leiddu Milanomenn með einu stigi eftir fyrsta leikhluta 22-23 og í hálfleik 36-37.

Í þriðja leikhluta náðu heimamenn að snúa leiknum sér í hag og náðu um tíma 10 stiga forskoti. Þeir héldu forskotinu út leikinn og unnu með fjórum stigum 75-71.

Hjá heimamönnum var Terrell McIntyre með 23 stig og Ksistof Lavrinovic skoraði 18 stig.

Melvin Booker skoraði mest fyrir AJ Milano eða 17 stig og Dusan Vukcevic skoraði 15.

Í kvöld verður svo fyrsti leikur Roma og Avellino í undanúrslitum og fer leikurinn fram á heimavelli Roma.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -