spot_img
HomeFréttirPatrick Ewing: Ég er vonsvikin að hafa ekki fengið símtal

Patrick Ewing: Ég er vonsvikin að hafa ekki fengið símtal

12:22

{mosimage}
(Ewing leiðbeindi Yao Ming)

Patrick Ewing, fyrrverandi miðherji New York Knicks, lét það hafa eftir sér í viðtali nýlega að hann sé afar ósáttur með að hafa ekki verið boðaður í viðtal vegna þjálfarastöðunnar hjá New York. Hann haft haft mikinn áhuga á því en Mike D´Antoni var ráðinn á dögunum af Donnie Walsh forseta félagsins.

Ewing sagðist hafa metnað til að þjálfa liðið og væri vonsvikin. ,,Það er enginn að starfa sem aðstoðarþjálfari sem vill ekki verða aðalþjálfari. Nema kannski þeir sem hafa verið aðalþjálfarar og eru í eldri kantinum og eru bara að vinna þangað til þeir fara á eftirlaun. Ég er ungur, ég vil vera aðalþjálfari einn daginn,” sagði Ewing og bætti við. ,,Ég er vonsvikin að hafa ekki fengið símtal.”

,,Ég held að ég sé þjálfari á uppleið. Ég held að ég verði góður aðalþjálfari einn daginn. Jafnvel þó að ég hafi ekki fengið starfið tel ég mig verðskulda a.m.k. viðtal.”

Ewing hefur starfað sem aðstoðarþjálfari undanfarin ár og er núna á mála hjá Orlando Magic.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -