spot_img
HomeFréttirBoston-Lakers 1-0: Endurkoma Paul Pierce

Boston-Lakers 1-0: Endurkoma Paul Pierce

10:00

{mosimage}
(Paul Pierce spilaði vel fyrir Boston og skoraði 22 stig)

Boston tók fyrsta leikinn í einvíginu við Lakers um NBA-titilinn í nótt. Leikurinn hafði upp á allt að bjóða og olli engum vonbrigðum og gaf góð fyrirheit um úrslitin. Paul Pierce fór fyrir sínu liði og var með 22 stig en hann þurfti að yfirgefa völlinn um tíma vegna meiðsla í hné. Meiðslin litu ekki vel út en hann kom aftur og var vítamínsprautan á bakvið sigur Boston.

Fyrstu míunúturnar voru bæði lið að þreyfa á leiknum og ljóst að taugarnar voru þandar til hins ýtrasta. Eftir smá þref og nokkrar slakar sóknir fór leikurinn af stað og var mikil skemmtun. Hann var spennandi fram á síðustu mínútu og hefði sigurinn getað endað hvoru megin.

Í lokin reyndist Boston sterkari með Pierce fremstan í flokki en hann var með 22 stig og t.a.m. skoraði hann fyrstu átta stig Boston í þriðja leikhluta og vann upp fimm stiga hálfleiksforskot Lakers á 45 sekúndum. Kevin Garnett var stigahæstur með 24 stig og 13 fráköst.

Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 24 stig. Hann hitti ekki of vel og var kaldur til að byrja með en þegar leið á leikinn fór hann að taka meira til sín. Pau Gasol og Derek Fisher voru með 15 stig hvor.

Næsti leikur er á sunnudagskvöld kl. 01:00 í Boston og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -