spot_img
HomeFréttirArnar Freyr til Grindavíkur

Arnar Freyr til Grindavíkur

9:42

{mosimage}

Arnar Freyr Jónsson hefur gert munnlegt samkomulag við Grindavík um að spila með liðinu í Iceland Express-deild karla næsta vetur. Óli Björn Björgvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, staðfesti við Fréttablaðið í gær að félagið hefði náð munnlegu samkomulagi við þennan snjalla leikstjórnanda. Frá þessu er greint á visir.is

Arnar Freyr er annar lykil­maður úr Íslandsmeistaraliði Keflavíkur sem yfirgefur liðið en Magnús Þór Gunnarsson mun spila með Njarðvík í vetur. Arnar Freyr var með 5,9 stig og 4,7 í leik í deildinni í vetur en hækkaði þær tölur upp í 8,0 stig og 6,5 stoðsendingar í leik í úrslitakeppninni.

Grindvíkingar hafa einnig náð samkomulagi við 209 sm miðherja Ísfirðinga, Bojan Popovic, sem skoraði 18,1 stig að meðaltali í 1. deildinni í fyrra.

Fyrr í sumar hafði Grindavík fengið til sín Brenton Birmingham og Damon Bailey frá Njarðvík auk þess að Páll Kristinsson hefur ákveðið að spila áfram með liðinu og hinn 206 cm hái Morten Þór Szmied­owicz hefur tekið fram skóna að nýju.

www.visir.is

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -