spot_img
HomeFréttirEf samningar nást ekki við félög í Evrópu gæti hann komið í...

Ef samningar nást ekki við félög í Evrópu gæti hann komið í KR

10:08
{mosimage}

(Jakob með íslenska landsliðinu) 

Jakob Örn Sigurðarson, landsliðsmaður í körfubolta, er í leit að nýju félagi. Faðir hans og umboðsmaður, Sigurður Hjörleifsson, sagði við Fréttablaðið í gær að fjöldamargar fyrirspurnir hefðu borist um Jakob, sem er á förum frá ungverska félaginu Univer KSE. Allt væri þó á byrjunarstigi. Þetta kemur fram í Fréttblaðinu og á www.visir.is í dag.  

Þrjú félög hafa sýnt mestan áhuga. Þar af eru tvö félög í Sviss; Boncourt sem Helgi Már Magnússon lék með, og Sion Hérens Basket. Það fyrrnefnda kemur ekki til greina. Síðasta félagið er svo CB Tarragona 2016 sem leikur í þriðju deild á Spáni. 

„Hann vill komast til Spánar, þar leið honum best," segir Sigurður en Jakob lék þar með Gestibérica Vigo. Sigurður sagði jafnframt að ákveðið heimahljóð væri komið í son sinn, sem hefur verið erlendis í átta ár. Því kæmi vel til greina að hann kæmi heim. 

„Annaðhvort náum við alvöru samningi eða þá að hann kemur bara heim. Þá er aðeins eitt félag sem kemur til greina," sagði Sigurður, sem á við KR þar sem Jakob er uppalinn. Samningar á milli Jakobs og KR náðust ekki á síðasta ári en Sigurður útilokaði ekki að viðræður færu aftur af stað í sumar. 

www.visir.is

 

Mynd: Jón Björn Ólafsson, [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -