spot_img
HomeFréttirGoðsögn snýr á heimaslóðir

Goðsögn snýr á heimaslóðir

07:00

{mosimage}
(Theo Papaloukas er einn besti leikmaður Evrópu)

Einn besti leikmaður Evrópu fyrr og síðar Theo Papaloukas hefur yfirgefið Evrópumeistara CSKA Moskvu og snúið á heimaslóðir og gengið til liðs við sitt gamla félag Olympiakos frá Aþenu. Grikinn snjalli lék síðustu sex tímabil með rússneska meistaraliðinu og vann fjöldann allan af titlum þar af tvo Evrópumeistaratitila.

,,Hvað sem gerist í framtíðinni mun CSKA ávallt eiga stað í hjarta og huga mínum,” sagði Papaloukas. ,,Ég vil þakka öllum þar.”

Vekja þessi skipti töluverða athygli en síðasta sumar gerði hann einn stærsta samning sem evrópskur leikmaður hefur gert við evrópskt félagslið þegar hann skrifaði undir þriggja ára samning að andvirði 9 milljónir Evra.

Samningurinn við Olympiakos er til þriggja ára.

{mosimage}
(Hann var valinn MVP í úrslitum meistaradeildarinanr 2006)

Olympiakos hefur ekki gengið sem skyldi undanfarin ár og staðið í skugganum á nágrönnum sínum í Panathinaikos en félagið vann síðast bikar þegar Papaloukas lékmeð liðinu í upphafi aldarinnar en það var gríski bikarinn.

,,Allt bendir til þess að Olympiakos eru á réttri leið. Hvernig Aggelopulos bræður nálguðust mig(stjórnendur liðsins) og sú staðreynd að Panagiotis Yannakis er þarna gat ég ekki sagt annað en já við Olympiakos,” sagði Papaloukas en Yannakis er einmitt landsliðsþjálfari gríska landsliðsins.

Þessa dagana er Papaloukas að einbeita sér að gríska landsliðinu sem tekur þátt í undankeppni um þrjú laus sæti á Ólympíaleikana í Peking í ágústmánuði. Grikkland er í riðli með Líbanon og Brasilíu og ef liðið lendir í tveimur efstu sætunum fer það í milliriðil með tveimur af þessum liðum: Grænhöfðaeyjum, Nýja Sjálandi og Þýskalandi.

,,Í hvaða keppni sem við tökum þátt í verðum við að vinna. Í þetta skipti eru aðstæður okkur hliðhollar vegna þess að undankeppnin fer fram í Aþenu. Að sjálfsögðu er mikil spenna en með stuðningi okkar áhorfenda, trúum við því að við munum takast okkar ætlunarverk.”

Hægt er að lesa meira um Papaloukas hér.

[email protected]

Myndir: euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -