spot_img
HomeFréttirJón Arnór ekki með íslenska landsliðinu gegn Litháum

Jón Arnór ekki með íslenska landsliðinu gegn Litháum

11:47

{mosimage}

Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðinu í körfuknattleik sem heldur til Litháen á morgun og mætir Litháum í tveimur æfingaleikjum. Jón Arnór Stefánsson leikmaður ítalska liðsins Lottomatica Roma á ekki heimangengt og hefur Sigurður Ingimundarson valið Finn Magnússon í hans stað en Finnur hefur undanfarin tvö ár leikið í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á mbl.is

 

Hið geysisterka lið Litháa er að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana og fékk KKÍ boð frá Litháum um að koma út og spila leikina en ferðin er liður í frekara samstarfi á milli landanna.

Fyrri leikurinn verður Kaunas á sunnudaginn og sá síðari í Vilnius á þriðjudaginn en ásamt því að spila mun íslenska landsliðið  æfa við bestu aðstæður.

www.mbl.is

Mynd: www.karfan.is

 

Fréttir
- Auglýsing -