spot_img
HomeFréttirBúið að velja danska hópinn

Búið að velja danska hópinn

11:11

{mosimage}

Allan Foss landsliðsþjálfari Dana hefur valið 19 manna hóp fyrir verkefni haustsins, en Danir eru einmitt með Íslendingum í riðli í B deild Evrópukeppninnar. Ekki er hægt að segja að neitt óvænt sé í vali Foss en eins og lesendur karfan.is ættu að vita þurfti helsta stjarna Dana, Christian Drejer, að leggja skóna á hilluna í vor.

Drejer er þó viðloðandi landsliðið en hann er einn af aðstoðarþjálfurum Foss. Í liðinu er einnig tveir leikmenn sem leikið hafa á Íslandi en það eru þeir Adama Darboe sem hefur leikið síðustu tvö tímabil með Grindavík og svo Thomas Soltau sem lék hálft tímabil með Keflavík. Önnur nöfn sem vert er að taka eftir í liðinu eru Chanan Coleman sem leikur í Ísrael, Nicolai Iversen sem leikur með Bakken bears en lék lengi í Evrópu, þ.á.m. með Helga Magnússyni í Sviss. Chris Christoffersen, eða Big C eins og Danirnir kalla hann, 218cm og hefur oft gert íslenskum liðum gramt í geði. Þá eru Peter Johansen og Bilal Clarence leikmenn sem spila stórt hlutverk í þessu liði. Hans Christian Schur er ekki eins þekktur í Evrópu en hefur leikið lengi í Bandaríkjunum og er orðinn 25 ára gamall.

Leikmannahópur Dana er skipaður eftirfarandi leikmönnum:
Anton Larsen
Darko Jukic
Frederik Nielsen
Jonas Larsen
Mikkel Plannthin
Morten Sahlertz
Nicholas Kjærholt
Peter Knudsen
Søren Flæng
Christian Lindberg
Andreas Jacobsen
Chanan Colman
Adama Darboe
Nicolai Iversen
Hans Christian Schur
Peter Johansen
Chris Christoffersen
Bilal Clarence
Thomas Soltau

[email protected]

Mynd: Sanne Berg

Fréttir
- Auglýsing -