spot_img
HomeFréttirEndalok körfuknattleiksdeildar Reynis ?

Endalok körfuknattleiksdeildar Reynis ?

10:30
{mosimage}

 

(Frá leik Reynis í Sandgerði og Þróttar í Vogum á síðustu leiktíð) 

 

Allar líkur eru á að starfsemi körfuknattleiksdeildar Reynis leggjist af á vordögum 2009. Þetta segir Sveinn Hans Gíslason formaður deildarinnar í pistli sínum á heimasíðu félagsins. Sveinn segir ennfremur í pistlinum að KKD Reynis sé skuldlaus og að framkvæmdastjóra þurfi til að halda utan um svona starf.

 

Hér að neðan kemur pistillinn í heild sinni eins og hann birtist á heimasíðu Reynismanna. Reynir Sandgerði féll úr 1. deild á síðustu leiktíð eftir að hafa hafnað í næstneðsta sæti deildarinnar.

Pistillinn: 

Eins og fram kom á framhaldsaðalfundi um daginn var  verið að fagna því að sundeild væri að fara aftur af stað og um leið myndi fjölbreitni í íþróttum aukast, sem er að sjálfsögðu gleðiefni fyrir félagið. Undirritaður kom inn á það að allar líkur væru á að starfsemi körfuknattleiksdeildarinnar verði lögð af eftir 10 mánuði, og myndi þá fjölbreitnin minnka aftur um einn möguleika. Ég er enn þeirrar skoðunar að það sé það eina rétta í stöðunni eins og hún er í dag. Staðan er sú að deildin er reyndar skuldlaus og á pening inn á bók. Það sem þarf til að gera hlutina vel, er að fara af stað með yngri flokka í ísl.móti. Það er reyndar erfitt þar sem að íþróttarhúsið er yfirfullt.

 

Það breytist ekkert fyrr en að fótboltahöllin verður tilbúin. Einnig þarf meistaraflokkurinn að vera öflugur því að það eru leikmenn þaðan sem hafa alltaf unnið við fjölliðamótin hjá krökkunum , við dómgæslu og annað tilfallandi. Til þess að halda utan um svona starf þarf mann sem hefur tíma til þess samanber framkvæmdastjóra hjá knattspyrnudeild og golfklúbbi GSG.  Þessu til staðfestingar er hægt að benda á það að þjálfari okkar í m.fl.  hefur óskað eftir því að fá að losna því starf hans sem formaður knattpyrnudeildar er það mikið að hann telur að það verði erfitt að sinna  báðum störfunum. Þjálfarastaðan er því laus fyrir áhugasaman einstakling.

Eins og er hefur undirritaður engan tíma til að standa í þessum málum núna vegna persónulegra anna. Staðan er því enn sú að reynt verður að vera með í vetur og síðan á vordögum verður deildin lögð niður að öllu óbreyttu. 

F.h.K.K.D.Reynis Sandgerði 

Sveinn Hans Gíslason
(www.reynir.is)

 

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -