spot_img
HomeFréttirWade að ná fyrri hæðum: LeBron James tognaður á ökkla

Wade að ná fyrri hæðum: LeBron James tognaður á ökkla

09:41
{mosimage}

 

(Wade í leik með bandaríska liðinu á HM) 

 

Bandaríska landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir Ólympíuleikana í Peking og hefur liðið verið við æfingar í Las Vegas. Bakvörðurinn snjalli Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat í NBA, hefur komið landsliðsþjálfaranum Mike Krzyzewski þægilega á óvart.

 

Wade er einn af fyrirliðum bandaríska liðsins og er óðum að ná sínu fyrra formi eftir langvarandi meiðsli. ,,Hann hefur verið frábær. Wade og þjálfarinn Tim Grover hafa náð miklum árangri saman og hafa sýnt mikla seiglu við að koma leikmanninum í samt horf,” sagði Mike Krzyzewski við fjölmiðla í gær.

 

,,Wade var ekki í toppformi á HM 2006 þar sem hann var nokkuð illa farinn eftir að hafa orðið NBA meistari með Miami Heat. Núna lítur hann vel út og ég tel að hann líti jafnvel betur út en þegar við lékum á HM,” sagði Krzyzewski.

 

LeBron James tognaði á ökkla síðasta miðvikudag og hefur haft hægt um sig síðan. ,,Ef ég gæt æft núna þá myndi ég gera það. Miðað við hvað við æfum stíft og tökum vel á því þá tel ég að ökklinn sé ekki klár í það álag,” sagði James sem væntanlega verður ekki með Bandaríkjamönnum í kvöld sem mætir Kanadamönnum í æfingaleik.

 

[email protected]

Mynd: www.fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -