spot_img
HomeFréttirU16 heldur til Bosníu í fyrramálið

U16 heldur til Bosníu í fyrramálið

22:46
{mosimage}

(Óli Ragnar Alexandersson á ferðinni með U 16 ára liðinu á NM í Solna fyrr á þessu ári) 

U16 drengir halda snemma í fyrramálið áleiðis til Bosníu en þar fer fram B deild Evrópukeppninnar þetta árið. 23 lið taka þátt í mótinu en íslenska liðið er í riðli með heimamönnum, Austurríki, Hollandi, Svartfjallalandi og Danmörku. Þetta kemur fram á www.kki.is  

Hópurinn flýgur með Iceland Express til London í fyrramálið og dvelur þar yfir nótt en heldur svo áfram til Lubljana í Slóveníu og þaðan áfram til Sarajevo í Bosníu en áætluð koma þeirra þangað er um 22 á fimmtudagskvöldið. 

Á föstudagskvöld leikur íslenska liðið svo fyrsta leik sinn, en það verður stórt verkefni gegn heimamönnum og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu þar í landi. Leikurinn hefst klukkan 20.00 að staðartíma. 

Riðlakeppnin er leikin á fimm dögum svo strákarnir leika fimm daga í röð áður en þeir fá frídag, og framhaldið ræðst svo af árangrinum í riðlinum. Ein breyting hefur orðið á íslenska hópnum en Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ mun verða fararstjóri í ferðinni í stað Erlings Hannessonar sem á ekki heimagengt að þessu sinni. 

Einnig eru fréttir á heimasíðu FIBA Europe. Þar verður hægt að fylgjast með leikjunum í "LIVE STAT" en ætlunin er að setja tengil á síðuna þegar það liggur fyrir.

www.kki.is

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -