spot_img
HomeFréttirTveimur leikjum ólokið á ÓL í dag

Tveimur leikjum ólokið á ÓL í dag

11:06
{mosimage}
 

 

Alls eru fimm leikir á dagskrá í körfuboltanum á Ólympíuleikunum í Peking í dag og hófust leikar í nótt. Keppt er í kvennaflokki í dag þar sem áttust við í fyrsta leik dagsins lið Hvíta-Rússlands og Rússlands. Skemmst er frá því að segja að hart var barist þar sem Rússar fóru að endingu með 71-65 sigur í leiknum. Maria Stepanova var stigahæst í liði Rússa með 13 stig og 8 fráköst.

 

Í öðrum leiknum mættust Spánn og Tékkland þar sem Spánverjar fóru með öruggan 74-55 sigur af hólmi og gerði Anna Montanana 20 stig og tók 5 fráköst í liði Spánar.

 

Lettar unnu sterkt lið Brasilíu í háspennuleik, 79-78, þar sem Anete Jekabsone-Zogota gerði 25 stig og gaf 5 stoðsendingar hjá Lettum.

 

Heimamenn í Kína tóku svo á móti Nýsjálendingum og lönduðu þar öruggum sigri á gestum sínum 80-63. Nan Chen fór mikinn í liði Kínverja og gerði 26 stig og tók 17 fráköst fyrir Kínverja.

 

Tveimur leikjum er enn ólokið í kvennakeppninni í dag en það eru viðureignir Ástralíu og Kóreu og í síðasta leiknum mætast Malí og Bandaríkin.

 
[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -