spot_img
HomeFréttirUnnur Tara á leið til Finnlands

Unnur Tara á leið til Finnlands

11:27
{mosimage}

 

(Unnur í leik með Haukum gegn Keflavík) 

 

Haukar munu missa sterkan leikmann úr sínum röðum þegar Unnur Tara Jónsdóttir heldur til Finnlands í septemberbyrjun. Þetta staðfesti Unnur í samtali við Karfan.is í dag en henni fannst tími kominn á að skipta um umhverfi.

 

,,Ég á nú eftir að ákveða með hvaða liði ég mun leika í Finnlandi en ég mun líta vel í kringum mig þegar ég kem út. Þá verð ég einnig í fjarnámi,” sagði Unnur en hún heldur út til kærasta síns Roni Leimu sem lék með Hamri í Hveragerði á síðustu leiktíð.

 

,,Ég er að fara til Vasa í Finnlandi og verð þar minnst fram að jólum ef ekki líka eftir áramót. Það mun ráðast á því hvernig mér líkar dvölin,” sagði Unnur sem gerði 12,4 stig að meðaltali fyrir Hauka í deildinn í fyrra og tók auk þess 7,1 frákast að jafnaði.

 

Roni Leimu lék 11 deildarleiki með Hamri á síðustu leiktíð en Hamar mátti sætta sig við fall í 1. deild. Roni hefur samið við finnskt lið skammt utan við Vasa en hann gerði 15,9 stig fyrir Hamar í þeim 11 deildarleikjum sem hann lék með félaginu.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -