spot_img
HomeFréttirUPPFÆRT Jón Arnór og Jakob í KR - ekkert ákvæði um að...

UPPFÆRT Jón Arnór og Jakob í KR – ekkert ákvæði um að fara erlendis

14:13

{mosimage}

Nú fyrir stundu lauk blaðamannafundi í félagsheimili KR þar sem landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson skrifuðu undir samninga við KR.

Benedikt Guðmundsson þjálfari KR sagði að það væri mikill fengur að fá þessa kappa, það væru allir KR ingar velkomnir heim. Ekki væri búið að negla niður markmið vetrarins en auðvitað væri markmiðið að vinna alla leiki og krafan í KR væri alltaf titill. Hann sagði jafnframt að KR yrði með einn kana og engan Bosmanleikmann.

{mosimage}

Jón Arnór sagði að hann liti á þetta sem hálfleik á sínum ferli og trúði því að þetta myndi lengja hann, hann hafi óttast að brenna fyrr út ef hann kæmi ekki heim. Hann hafði samband við KR og vildi koma, ætlar sér að vera í skóla í vetur og klára frumgreina deild HR.

{mosimage}

Jakob sagðist spenntur að koma heim, ekkert annað félag hefði komið til greina og hann hlakkaði til að spila með Jóni Arnóri og fleiri gömlum félögum í KR.

Þá sögðu þeir báðir að þeir væru með samning til eins ár og í þeim væru engin ákvæði um að þeir gætu farið út ef tilboð kæmi erlendis frá.

Nánari viðtöl koma seinna í kvöld

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Mynd: [email protected]


 

Fréttir
- Auglýsing -