spot_img
HomeFréttirÓl: Einvígi norðurs og suðurs í undanúrslitum

Ól: Einvígi norðurs og suðurs í undanúrslitum

18:49

{mosimage}

Kobe Bryant 

Það verða ekki einvígi austurs og vesturs í undanúrslitum körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum, það verður einvígi suður og norðurs. Það verður besta lið Suður Ameríku, Argentína og besta lið Norður Ameríku, Bandaríkin sem mætast í seinni undanúrslitaleiknum.

Bandaríkin sigruðu Ástrala örugglega í dag 116-85 eftir að Ástralir höfðu hangið í þeim í fyrsta leikhluta. Kobe Bryant var stigahæstur Bandaríkjamanna með 25 stig en fyrir Ástrala skoraði hinn ungi Patrick Mills 20 stig.

Í seinasta leik átta liða úrslitanna í dag var mikil spenna. Núverandi Ólympíumeistararnir frá Argentínu voru allan leikinn örlítið á undan Grikkjum en þó var munurinn aldrei mikill og munaði minnstu að Grikkir tækju sigurinn en þriggja stiga skot Vassilis Spanoulis á loka sekúndunni geigaði.  Argentína vann 80-78. Emanuel Ginobili skoraði mest Ólympíumeistaranna eða 24 stig en fyrir Grikkina skoraði Antonis Fotsis 17 stig.

Undanúrslitin verða leikin á föstudag og mætast annars vegar Spánverjar og Litháar og hins vegar Bandaríkin og Argentína. Úrslitaleikurinn verður því einvígi Evrópu og Ameríku.

[email protected]

Mynd: www.fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -