spot_img
HomeFréttirBandaríkin og Spánn í úrslit

Bandaríkin og Spánn í úrslit

22:16
{mosimage}
(Bandaríkin komnir með aðra höndina á gullið)

Það verða Spánn og Bandaríkin sem mætast í úrslitum í körftuboltanum á ÓL. Bandaríkin sigruðu Argentínu örugglega á meðan leikur Spánar og Litháen var örlítið spennandi.

RÚV sýnir frá báðum undanúrslitaleikjunum í nótt og verður leikur Spánar og Litháen sýndur kl. 1:20 og klukkutíma seinna er leikur Bandaríkjanna og Argentínu.

Ginobili meiddur:
Bandaríkin sigruðu Argentínu 101-81 og náðu mest 21 stiga mun en það er einmitt stigafjöldin sem að Carmelo Anthony, stigahæsti leikmaður bandaríska liðsins, hafði í leikslok.

Argentína varð fyrir mikilli blóðtöku þegar Manu Ginobili meiddist á fæti í fyrsta leikhluta. Ginobili reyndi að koma aftur inn á í upphafi seinnihálfleiks en allt kom fyrir ekki og óvíst hvort hann spili með liðinu þegar það mætir Litháen í leik um bronsverðlaunin.

Annar lykilmaður Argentínu, Andrés Nocioni, var tæpur fyrir leikinn og var ekki í byrjunarliði Argentínu. Spurningin er hvort það hefði eitthvað truflað óstöðvandi lið Bandaríkjanna ef að þeir Ginobili og Nocioni hefðu verið heilir allan leikinn því Argentína náði að minnka 21 stiga mun Bandaríkjanna niður í 6 stig í fyrri hálfleik.

Luis Scola var stigahæstur Argentínu með 28 stig og Carlos Delfino skoraði 17.

Hjá Bandaríkjunum var Carmelo með 21 stig og Lebron var honum næstur með 15.

Spánverjar settu í 6. gír:
Leikur Spánar og Litháa var töluvert meira spennandi. Þeir Felipe Reyes, Pau Gasol og Rudy Fernandez fóru hreinlega á kostum í seinni hálfleik og voru lykillinn að sigri Spánverja.

Reyes, sem hafði gert 1 stig í fyrri hálfleik, skoraði 8 í þriðja og Gasol og Fernandez tóku við svo málin í sýnar hendur í fjórða. Gasol gerði 7 af 19 stigum sínum í leikhlutanum og Fernandez 9 af 18.

Litháen leiddi með 2 stigum í hálfleik en skömmu áður en flautað var til leiks leiddi Spánn með 8 stigum en með ótrúlegri hittni í þriggjastiga skotum (46%) komust Litháen yfir.

Litháar héldu áfram að salla niður þriggjastiga körfunum í upphafi seinni hálfleiks og leiddu 66-62 eftir þriðja leikhluta og miðað við hittni þeirra þá hljóta þeir að hafa haldið að kvölið yrði þeirra.

Allt kom fyrir ekki og eins og áður sagði var það ótrúleg framistaða Fernandez og Pau Gasol sem gerði það að verkum að það verðu Spánn sem spilar til úrslita gegn Bandaríkjunum á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur á RÚV kl. 10:00 og er honum seinkað lítillega sökum þess að Ísland leikur gegn Frakklandi um gullverðlaun í handbolta.

Mynd: fiba.com

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -