spot_img
HomeFréttirBen Luber til liðs við Tindastól

Ben Luber til liðs við Tindastól

20:15

{mosimage}

Ben útskrifaðist úr Penn State háskólanum í fyrra en skólinn þykir sterkur og spilar í Big Ten deildinni í bandaríska háskólaboltanum. Ben er með ísraelskt vegabréf og  telst hann því ekki útlendingur eins og bandarískir leikmenn eru skv. reglugerðum. Hann er 23. ára gamall og 183 cm á hæð.

Að sögn Kristins Friðrikssonar þjálfara Tindastóls er hann ánægður með að hafa fengið Ben í raðir Tindastólsmanna. Nú eru bæði miðherja- og leikstjórnandastöðurnar mannaðar, en danski miðherjinn  Sören Flæng mun leika með liðinu í vetur eins og fram hefur komið.

Leit stendur yfir að bandarískum leikmanni og segir Kristinn að stefnt sé að því að ráða fjölhæfan leikmann til liðsins.

Samhliða því að leika með Tindastóli mun Ben Luber þjálfa minnibolta yngri stráka, eða 4. og 5. bekk ásamt íslenskum aðstoðarþjálfara. Hann er væntanlegur til landsins 16. september.

www.tindastoll.is

Mynd: www.viewimages.com

Fréttir
- Auglýsing -