spot_img
HomeFréttirHelga Einarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik gegn Sviss

Helga Einarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik gegn Sviss

15:31
{mosimage}

(Helga Einarsdóttir)

KR-ingurinn Helga Einarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í sigrinum á móti Sviss í gær. Helga er af hinum margrómaða 1988-árgangi sem hefur skilað alls sex leikmönnum upp í A-landslið kvenna. Helga varð 95. landsliðskona Íslands frá upphafi og annar nýliðinn sem Ágúst Björgvinsson gefur tækifæri en Ragna Margrét Brynjarsdóttir lék sína fyrstu A-landsleiki á Norðurlandamótinu í Gentofte á dögunum. Þetta kemur fram á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands í dag.

Helga sló í gegn með KR á síðasta tímabili þar sem hún tók 7,1 frákast að meðaltali á aðeins 24,6 mínútum auk þess að skora 3,7 stig og gefa 1,0 stoðsendingu í leik. Helga bætti sem með hverjum leik í fyrra og hækkaði allar þessar tölur í úrslitakeppninni þar sem hún og KR-stelpurnar fóru alla leið í lokaúrslitin. Helgar var skorað 4,1 stig, tók 10,3 fráköst og gaf 3,3 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni í vor.

Helga er 20 ára og 185 sm framherji og er frá Sauðárkróki þar sem hún steig sín fyrstu spor í körfuboltanum. Helga kom suður árið 2005 og lék þá með ÍS. Hún meiddist síðan illa og missti fyrir vikið úr heilt tímabil. Helga hóf síðan að spila með KR síðasta haust sem fyrrnefndum góða árangri.

Stelpur fæddar 1988 í A-landsliði kvenna:

Bryndís Guðmundsdóttir 13 leikir

Helga Einarsdóttir 1 leikur

Helena Sverrisdóttir 26 leikir

Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 12 leikir

María Ben Erlingsdóttir 21 leikur

Sigrún Ámundadóttir 8 leikir

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -