spot_img
HomeFréttirNate Brown til Snæfells að nýju

Nate Brown til Snæfells að nýju

20:16

{mosimage}

Leikmenn hafa smám saman verið að tínast inn í leikmannahóp Snæfells og í gær var gengið frá því að Nate Brown mun koma til liðsins á ný og leika í stöðu leikstjórnanda í stað Justin Shouse.  Nate Brown sem undanfarin tvö tímabil hefur leikið með ÍR er ekki ókunnugur í Stykkishólmi því hann lék með Snæfelli tímabilið 2005-2006 og var þá með 19,7 stig að meðaltali í leik og 6,7 stoðsendingar.  Síðustu tvö tímabil hefur hann hinsvegar leikið með ÍR.

Hópurinn hjá Snæfelli er því orðinn klár hvað útlendingana varðar en pappírsmálin og „hröð“ afgreiðsla útlendingastofnunar hafa flækt og tafið komu hinna tveggja leikmannanna þeirra Nikola Dzeverdanovic Tome Dislijev.  Þau mál eru þó í farvegi og leysast væntanlega fljótlega.

www.stykkisholmsposturinn.is

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -