spot_img
HomeFréttirAllt of stór sigur(Umfjöllun)

Allt of stór sigur(Umfjöllun)

23:32

{mosimage}

Íslenska kvennalandsliðið tók á móti því Slóvenska í B- deild Evrópukeppninnar að Ásvöllum fyrr í kvöld. Íslenska liðið hafði fyrir leikinn unnið einn leik og tapað einum en Slóvenska liðið hafði óvænt tapað báðum sínum leikjum. Slóvenía reyndist hins vegar sterkari í kvöld og sigraði leikinn með 25 stigum, 69-94, sem er þó langt frá því að segja alla söguna. Gestirnir mættu ákveðnari til leiks og höfðu frumkvæðið framan af fyrsta leikhluta. Íslenska liðið var hins vegar aldrei langt undan og liðin fór jöfn að bekkjunum eftir fyrsta leikhluta, 25-25.


Í öðrum leikhluta var hins vegar stór kaflaskipti í leiknum en slóvenska liðið mætti gríðarlega ákveðnar til leiks og gáfu ekki tommu eftir, þær gjörsamlega áttu leikhlutan og náðu 16 stiga forskoti þegar flautað var til leikhlés. Íslenska liðið átti erfitt með að vinna þennna mun upp það sem eftir var leiks en komust næst því um miðjan fjórða leikhluta þegar munurinn var aðeins 11 stig. Lokamínútur leiksins voru hins vegar eign gestana og 25 stiga sigur staðreynd, 69-94.

{mosimage}

Byrjunarlið Íslands í leiknum var skipað Helenu Sverrisdóttur, Pálínu Gunnlaugsdóttur, Kristrún Sigurjónsdóttur, Signý Hermansdóttur og Maríu Ben Erlingsdóttur.

Slóvenía byrjaði leikinn betur og höfðu strax 6 stiga forskot þegar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum en Íslensku stelpurnar voru í vandræðum í sóknarleiknum og voru oft klaufar að henda boltanum frá sér.

Þegar leikhlutinn var hálfnaður fóru áhorfendur að taka til síns máls og virtist það kveikja í liðinu sem vaknaði til lífsins og skoraði næstu 7 stig leiksins og komust yfir í fyrsta skiptið þegar Hildur Sigurðardóttir skoraði úr laglegu hraðaupphlaupi, 16-15.  Íslenska liðið hafði frumkvæðið það sem eftir var leikhlutans en Katarina Ristic hélt því slóvenska vel inní leiknum með því að skora tvær þriggja stiga körfur á lokamínútu leikhlutans. Leikar stóðu því hnífjafnir þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta, 25-25.

{mosimage}

 

Gestirnir frá Slóveníu bryjuðu annan leikhluta mun betur heldur en það íslenska og skoruðu fyrstu 6 stig leiksins og þegar tæplega þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum tók Ágúst Björgvinsson leikhlé til að lesa yfir stelpunum. Það datt hins vegar ekkert með íslenska liðinu í öðrum leikhluta og þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn kominn upp í 12 stig, 28-40, en þá tók Ágúst aftur leikhlé.

Það verður ekki tekið af Slóvenska liðinu að það spilaði hreinlega fantaleik í öðrum leikhluta, þær misstu aldrei manninn sinn frá sér í vörn, börðust um hvern bolta og sóttu grimt á körfuna.  Þetta virtist íslenska liðið ráða illa við og voru því        16 sitgum undir í hálfleik, 30-46.

Íslensku stelpurnar voru hins vegar ekki lengi að komast á stigatöfluna í seinni hálfleik þegar Krstirún Sigurjónsdóttir setti galopið þriggja stiga skot ofaní.  Það endtist þó ekki lengi því þegar leið á leikhlutan virtist allt falla í sama far þar sem allt fór ofaní hjá gestunum en ekkert hjá íslenska liðinu.  Slóvenska liðið hélt áfram að auka muninn þegar leið á leikhlutan og þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn kominn upp í 22 stig, 44-66. Íslensku stelpurnar náðu þó að rétta sinn hlut aðeins undir lok leikhlutans og var munurinn því kominn aftur niður í 16 stig þegar þrijða leikhluta lauk, 51-67.

{mosimage}

Íslenska liðið mætti hins vegar af fullum krafti í fjórða og seinasta leikhlutan og minnkuðu munin niður strax á fyrstu mínútunum.  Þegar fjórar mínútur voru liðnar tók Ágúst leikhlé en munurinn var þá kominn niður í 13 stig og íslenska liðið að spila mun betur en framan af leik.  Slóvenska liðið var þó ekki lengi að slökkva flesta elda í upphlaupi íslenska liðsins en þær skoruðu næstu 6 stig og þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum tók Íslenska liðið leikhlé en þá stóð munurinn í 17 stigum.  Eftir það virtist allur kraftur úr íslenska liðinu og skotin lágu öll ofaní hjá Slóvenska liðinu.  25 stiga sigur var staðreynd, 69-94, þó svo að munurinn gefi kolranga mynd af getumuninn á þessum tveimur liðum.
 

Stigahæstar í Íslenska liðinu voru Helena Sverrisdóttir með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir með 11 stig, 9 fráköst og 5 varin skot og Kristrún Sigurjónsdóttir með 9 stig og 4 fráköst.

Gísli Ólafsson

Myndir: [email protected]

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -