spot_img
HomeFréttirKR-ingar með erlendan leikmann á reynslu

KR-ingar með erlendan leikmann á reynslu

13:00

{mosimage}
(Jason Dourisseau)

Bandaríkjamaðurinn Jason Dourisseau er kominn til landsins og mun vera á reynslu hjá KR næstu vikurnar. Dourisseau mun leika með KR-ingum í Ljósanætur mótinu í Keflavík í dag og á morgun og á Valsmótinu um helgina.

Dourisseau er 24 ára gamall og lék síðast með Ludwigsburg í þýskalandi en hann var í Nebraska-háskólanum áður en hann gerðist atvinnumaður.

Benedikt Gu­ðmundsson, þjálfari KR, sagði á heimasíðu KR að hann hafi leitað til Brandon Woudstra varðandi leikmanninn. ,,Ég talaði við bæði Brandon Woudstra og fyrrum aðstoðarþjálfara hjá Nebraska háskólanum sem ég þekki vel og báðir gáfu honum topp einkunn sem karakter.  Woudstra þekkir deildina hérna vel og hann gaf mér góða umsögn um Dourisseau sem varð til þess að ég ákvað að taka hann til reynslu. Hann er fyrst og fremst topp varnarmaður og góður liðsspilari sem fellur vel inn í liðið og þann leikstíl sem við ætlum að spila næsta vetur.”

[email protected]

Mynd: kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -