spot_img
HomeFréttirBarnalán og bróðerni í Vesturbænum

Barnalán og bróðerni í Vesturbænum

09:00
{mosimage}

(Lárus með syni sína Benedikt og Þóri og Jóhannes með dætur sínar Emblu og Ástu. Lárus á þrjú börn en sá þriðji heitir Árni Lárusson.)

Bræðurnir Jóhannes og Lárus Árnasynir hafa farið um víðan völl í íslenskum körfuknattleik. Jóhannes er í dag þjálfari kvennaliðs KR í Iceland Express deildinni og Lárus hefur að nýju tekið fram skóna með KR en hann lék síðast í úrvalsdeildinni með KR leiktíðina 1995-1996.


Þeir Jóhannes og Lárus létu sig ekki vanta í DHL-Höllina í gær þegar KR varð Reykjavíkurmeistari. Lárus sem er 39 ára gamall lék nokkrar mínútur í leiknum gegn ÍR og hefur verið að koma inn í leikjum KR og staðið sig með miklum sóma. Jóhannes fylgdist árvökull með bróður sínum en enginn skemmti sér þó betur en börn þeirra bræðra.

Báðir eiga þeir tvíbura, Lárus á tvo drengi og Jóhannes tvær stelpur svo friðurinn er líkast til úti í jólaboðunum en framleiðslan á efnilegu íþróttafólki til handa KR heldur áfram.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -