spot_img
HomeFréttirKR áfram: ÍR fékk annan skell!

KR áfram: ÍR fékk annan skell!

21:31
{mosimage}

(Jón Arnór átti góðan dag í KR liðinu)

Reykjavíkurmeistarar KR eru komnir í undanúrslit Poweradebikarsins eftir öruggan 68-90 sigur á ÍR í 8-liða úrslitum keppninnar. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leik en snemma í öðrum leikhluta fóru KR að síga fram úr og litu aldrei til baka. ÍR-ingar léku áfram án Hreggviðs Magnússonar sem er meiddur en Pálmi Sigurgeirsson var að nýju kominn í röndótt en hann lék ekki með KR í úrslitum Reykjavíkurmótsins þar sem hann var erlendis vegna vinnu.


Sveinbjörn Claessen byrjaði leikinn ekki inni á í liði ÍR en kom strax með mikla baráttu inn í heimaliðið en hann haltraði af velli í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins og lék þar einungis í örfáar mínútur. Óneitanlega voru ÍR-ingar sterkari með Sveinbjörn innanborðs en töluvert vantaði upp á að heimamenn gætu veitt KR verðuga keppni.

Í stöðunni 7-8 tóku gestirnir á rás og lauk fyrsta leikhluta 12-24 fyrir KR og kom mestur munurinn á lokaspretti leikhlutans. Helgi Magnússon var drjúgur fyrir KR í fyrsta leikhluta þar sem hann gerði 10 stig. Vörn beggja liða var fín til að byrja með í öðrum leikhluta og ÍR hékk í pilsfaldi gestanna framan af en misstu svo algerlega af lestinni þegar líða tók á leikhlutann. Þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks tók KR 2-10 áhlaup og staðan orðin 25-41 og liðin gengu svo til leikhlés í stöðunni 27-51 og því gerðu KR 20 stig gegn 4 síðustu fjórar mínútur leikhlutans.

Sveinbjörn Claessen var stigahæstur í hálfleik hjá ÍR með 8 stig en Jason Dourisseau var með 15 stig hjá KR.

Strax í upphafi síðari hálfleiks var ljóst að ÍR myndi seint ná að vinna upp muninn og sú varð raunin. KR gaf gestgjöfum sínum engin grið og sýndu fá veikleikamerki á sýnum leik þrátt fyrir að Íslandsmótið sé enn ekki hafið. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 44-71 og lokatölur 68-90 eins og áður greinir.

Bakvarðaparið Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hjá KR stjórnuðu leiknum í kvöld frá upphafi til enda og gerðu saman 23 stig. Jón með 12 stig og Jakob 11 og ljóst að hér er á ferðinni sterkasta bakvarðapar landsins þó víðar væri leitað. Jason Dourisseau var þó stigahæstur í liði KR með 30 stig en atkvðamestur í liði ÍR var Sveinbjörn Claessen með 16 stig.

Tölfræði leiksins:
http://kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002952_2_5

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -