spot_img
HomeFréttirLogi gerði þriggja ára samning við Njarðvík

Logi gerði þriggja ára samning við Njarðvík

09:50
{mosimage}

(Logi við undirskriftina í gær ásamt Sigurði H. Ólafssyni)

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson skrifaði í gærkvöldi undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið sitt í Njarðvík. Logi verður því með grænum í baráttunni í Iceland Express deildinni í vetur og hefur heldur betur vænkast hagur Njarðvíkinga sem máttu sjá á eftir þeim Brenton Birmingham, Damon Bailey, Herði Axeli Vilhjálmssyni, Guðmundi Jónssyni, Jóhanni Árna Ólafssyni og Sverri Þór Sverrissyni í sumar.

,,Ég er mjög sáttur við að vera kominn heim og þetta lítur ágætlega út hjá okkur í ár þrátt fyrir tapið gegn Grindavík í kvöld,“ sagði Logi í samtali við Karfan.is en hann skrifaði undir samninginn við Njarðvíkinga eftir tapleikinn gegn Grindavík í Poweradebikarnum í gær.

,,Deildin er sterk í ár en þrátt fyrir það munum við koma til með að slást meðal efstu liða,“ sagði Logi sem lék síðast í úrvalsdeild með Njarðvík leiktíðina 2001-2002.

SBS

Fréttir
- Auglýsing -