spot_img
HomeFréttirFriðrik og Böðvar í ítarlegu viðtali hjá Henry Birgi í Skjálfanda

Friðrik og Böðvar í ítarlegu viðtali hjá Henry Birgi í Skjálfanda

14.20
{mosimage}

(Henry Birgir þáttarstjórnandi Skjálfanda)

Skjálfandi er kominn aftur í loftið á X-inu 97,7 þar sem Henry Birgir Gunnarsson yfirmaður íþróttadeildar Fréttablaðsins er við stjórnartaumana. Félagarnir Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og Böðvar Guðjónsson formaður KKD KR voru gestir hjá Henry í dag þar sem málefni erlendra leikmanna voru rædd í þaula ásamt öðrum atriðum.

Skjálfandi er í loftinu hjá Henry virka daga frá kl. 13-14 og er hægt að hlusta á þættina í beinni á netinu á heimasíðu X-ins sem og í útvarpinu en ef það hefst ekki þá mun Henry setja inn þættina á blogsíðu sína http://blogg.visir.is/henry/

Friðrik og Böðvar fóru víða í máli sínu við Henry í dag en umræðan um brotthvarf erlendra leikmanna úr íslensku deildinni var í broddi fylkingar. Böðvar sagði m.a. að KR-ingar biðu átekta úr herbúðum Keflavíkur og Grindavíkur og að það kæmi til greina að senda sinn erlenda leikmann til síns heima ef Grindavík og Keflavík gerðu slíkt hið sama. Nú hafa Keflvíkingar sent alla erlenda leikmenn frá félaginu og því horfa nú margir til KR og Grindavíkur.

Umræðan um launaþakið var einnig tekin fyrir í þættinum þar sem Friðrik Ingi kvaðst aldrei hafa verið fylgjandi launaþakinu en það var sett á áður en hann tók við framkvæmdastjórastöðu KKÍ. Friðrik sagðist þess fullvis að launaþakið yrði kosið af á næsta ársþingi KKÍ.

Karfan.is hvetur sem flesta sem ekki hlustuðu á þáttinn í dag á milli 13 og 14 að fara á blogsíðuna hjá Henry og hlusta þar á þáttinn.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -