spot_img
HomeFréttirAkureyrar-Þórsarar grípa til aðgerða

Akureyrar-Þórsarar grípa til aðgerða

7:17

{mosimage}

Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi um að félagið hafi sagt upp samningi við serbneska leikmanninn Milorad Damjanac og ætli að endurskoða samningana við Cedric Isom og Roman Moniak.

Hér er fréttatilkynningin í heild:

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Þórs ákvað á stjórnarfundi sínum miðvikudagskvöldið 8. október að segja upp samningi sínum við Milorad Damjanac. Auk þess ákvað stjórnin að endurskoða samninga sína við Cedric Isom og Roman Moniak. Þetta er liður í því að bregðast við því efnahagsumhverfi sem er í dag. Körfuknattleiksdeild Þórs hefur undanfarin ár unnið eftir því markmiði að reka deildina án halla og er staðan þannig í dag að deildin er skuldlaus. Stjórnin telur það mikið ábyrgðarhlutverk að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið undanfarin ár og reka deildina án þess að stofna til skulda. Milorad er einstaklega sterkur leikmaður og féll vel inn í leikmannahópinn og er þetta því erfið ákvörðun en um leið nauðsynleg.

Það er erfið ákvörðun að láta einn þann besta erlenda leikmann sem hér hefur spilað fara en efnahagsumhverfið í dag er þannig að við urðum að bregðast við. Það felst í þessu mikil ábyrgð á rekstri deildarinnar. Við ætlum að reka deildina hallalausa út tímabilið og því urðum við að taka þessa ákvörðun. Rekstur deildarinnar er í sífelldri endurskoðun og munum við því fylgjast áfram með ástandinu.” segir Kári Þorleifsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Þórs.

Akureyri 8.10.2008

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs

Mynd: www.thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -