spot_img
HomeFréttirÁgúst: Mikilvægt að sýna nýja fyrirkomulaginu þolinmæði

Ágúst: Mikilvægt að sýna nýja fyrirkomulaginu þolinmæði

06:00
{mosimage}

(Ágúst Sigurður Björgvinsson á landsliðsæfingu í sumar)

Nokkur gagnrýni hefur komið fram á nýtt keppnisfyrirkomulag í Iceland Express deild kvenna og sagði m.a. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur að breytingin í nýja fyrirkomulagið væri fáránleg. Karfan.is setti sig í samband við Ágúst Sigurð Björgvinsson landsliðsþjálfara kvenna en hann kom að breytingafrumvarpinu sem samþykkt var á ársþingi KKÍ að Flúðum. Ágúst segir að vitaskuld hafi þetta nýja fyrirkomulag sína kosti og galla en mikilvægt sé að sýna þessum breytingum þolinmæði. Þá telur Ágúst einnig að þetta nýja fyrirkomulag hjálpi nýliðum að aðlagast betur Iceland Express deildinni.

Til stendur í nýja keppnisfyrirkomulaginu að þegar leiktíðin er hálfnuð verði skipt í tvo riðla þar sem fjögur efstu liðin leika saman í einum riðli og fjögur neðstu liðin leika saman í öðrum riðli. Liðin í efri riðlinum komast öll í úrslitakeppnina og tvö efstu liðin í neðri riðlinum komast í úrslitakeppnina. Efstu tvö liðin í efri riðlinum sitja svo hjá í fyrstu umferð úrslitakeppnina og koma beint inn í aðra umferð, þ.e. undanúrslit Íslandsmótsins.

Nú hefur gagnrýni komið á nýja mótafyrirkomulagið! Hvað finst þér um fyrirkomulagið?
Mér finnst nú kannski frekar snemm að byrja að gagnrýna eitthvað sem ekki er komin reynsla á. Að sjálfsögðu eru kostir og gallar við þetta fyrirkomulag eins og það
gamla. Það sem mér finnst mikilvægast er að öll liðin séu að leika leiki sem oftast við sitt hæfi. Þegar tillagan kom 2007 að fjölga liðunum úr sex í átta var ekki svo auðvelt að finna gott fyrirkomulag. Undanfarin ár hafa lið í efstu deild spilað fjórfalda umferð eða 20 deildarleiki, í fyrra voru leikirnir 24 og liðin sjö í deildinni. Ef átta liða deild myndi spila fjórfalda umferð eru leikirnir orðnir 28 talsins sem er að sjálfsögðu mjög skemtilegt fyrir leikmenn og þjálfara. En fyrir dómara, fjölmiðla, stjórnarmenn eru það ansi margrir leikir til að dekka og hætt á að hver leikur myndi hafa minna vægi. Mér finnst gríðalega mikilvægt að leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og stuðningsmenn sýni þessu smá þolinmæði.


Er nýja mótafyrirkomulagið of flókið?
Það hljómar kannski flókið en er í raun og veru alls ekki flókið. Átta liðið spila heima og að heiman og eru það 14 leikir á lið. Eftir það fara fjögur efstu liðin í A-riðil og fjögur neðstu í B-riðil og leika þar heima og heima sex leiki. Samtals eru þetta 20 leikir, allt í allt sami fjöldi leikja og var spilaður í sex liða deild. En nú er leikið gegn sjö liðum í stað fimm sem hlýtur að vera betra fyrir kvennakörfunna.

Það verður sex-liða úrslitakeppni, lið í fyrsta sæti í B-riðli spilar við lið í 4 sæti í A-riðli og lið í öðru sæti í B-riðli spilar við lið í 3 sæti í A-riðli. Með þessu er liðið að keppa stöðugt stóra og mikilvæga leiki. Liðin í fyrsta og öðru sæti í A-riðli fara beint í fjögurra liða úrstlit. Liðið í neðsta sæti í B-riðli (8. sæti fellur um deild). Það á eftir að skapast mikil barátta um að komast í A-riðil og verður mjög spennandi að sjá hvaða liðum tekst það.

Gætir þú útlistað fyrir okkur kosti þess og galla og sagt okkur hvort veruleg hætta sé á ferðum þar sem verið er að hreyfa við keppnisfyrikomulagi sem mörgum finnst virka?
Kostirnir eru þeir að við erum að fá átta lið í Iceland Express deild kvenna sem er tveimur liðum fleira en í gamla fyrirkomulaginnu sem þýðir að a.m.k 20 fleiri stelpur eru að stunda og keppa í körfubolta á hæsta stigi. Það hefur reynst mjög erfilega að fjölga í deildinni undan farin ár, minni lið hafa hreinlega ekki lagt í stórliðinn í kvennakörfunni. Engum er vel við að fara í leik eftir leik og tapa sórt og síst af öllum stelpum. Í gamla fyrirkomulaginnu var maður aldrei viss um liðin í fimmta og sjötta sætti myndu halda áfram að ári. Breiðablik, UMFN og ÍR eru síðustu liðin í þessum sætum sem gáfu eftir sæti sitt í efstu deild. Leikmenn hreinlega treystu sér ekki að spila við stóru liðin og tapa með 40 til 50 stigum. Nú þurfa minni liðin aðeins að spila tvisvar sinnum við stóru liðiðnn. Það er semsagt verið að verja nýju liðin í kvennakörfunni sem er kostur til langs tíma litið.

Gallarnir á þessu eru eflaust nokkrir, stærsti gallinn finnst mér sá að lið í 1. og 2. sæti í A-riðli þurfa bíða eftir að spila í undanúrslitum. En tíminn mun leiða það betur í ljós hverjir gallarnir eru. Það væri draumur að hér gæti verið 10 liða deild með 8 liða úrslitakeppni. En því miður sé ég ekki að það geti orðið í bráð en vonadi getur fyrirkomolag líkt þessu hjálpað til með það. Við sem störfum í kringum kvennakörfunna þurfum að standa saman og það hlýtur að vera markmið okkar að byggja upp sterka og öfluga kvennadeild hér á landi.

Hvernig líst annars landsliðsþjálfaranum á deildina?
Mér líst mjög vel á hana, ég er gríðalega spenntur fyrir þessum vetri. Gaman verður að fylgjast með 8 liða deild, ekki verið svo mörg lið sem taka þátt í efstu deild kvenna frá 1996 þegar við vorum með 10 liða deild. Það verður gríðaleg barátta að komast í topp fjóra og það verður virkilega skemmtilegt að fylgjast með því.

Hvað með styrkleikann á deildinni?
Ég held að stelpurnar séu alltaf að bæta sig frá ári til árs. Stelpunar eru alltaf að æfa betur og betur og stunda betri rækt við aukaæfingar eins og lyfingar o.sv.frv. Það lítur út fyrir að flest liðin muni ekki tefla fram erlendum leikmönum. Það mun að hafa áhrif á deildina sértaklega fyrst um sinn meðan liðin eru að venjast því. Einnig eru fjórir sterkir leikmenn að spila erlendis svo það kemur niður á styrkleika deildarinnar. En ég held að það muni ekki hafa áhrif á skemmtanagildi og spennu í deildinni í ár.

Hafa færri útlendingar góð eða slæm áhrif á landsliðið?
Það eru að sjálfsögðu kostir og gallar við færri útlendinga í okkar deild. Kostirnir eru klárlega að okkar bestu stelpur fá enn meiri ábyrgð og taka stærstu ákvarðanir í leikjum í stað útlendinga eins og oftast er. Gallinn er sá að samkeppnin minnkar eitthvað og gæðin gætu fyrst um sinn verið minni. En til langs tíma litið er þetta alls ekki slæm þóun.

 
[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -