spot_img
HomeFréttirKeflavík - Haukar (Umfjöllun)

Keflavík – Haukar (Umfjöllun)

Haukastúlkur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Íslandsmeistara Keflavíkur í kvöld nokkuð óvænt. Sigurinn áttu  gestirnir hinsvegar fyllilega skilinn. Gestirnir voru einfaldlegra hungraðari í sigur í kvöld og einnig fannst þefur af vanmati hjá liði Keflvíkinga sem Haukar nýttu sér vel.  Lið Hauka byrjaði leikinn betur og komust strax í 0-5.


Heimastúlkur voru hinsvegar fljótar að komast inn í leikinn og náðu fljótlega að jafna. Eftir það var leikurinn í járnum. Aldrei skildu meira en 2 til 3 stig liðin að og í háflleik leiddu gestirnir með einu stigi 33-34 og eins og sést á stigaskorinu var vörnin í hávegum höfð.

  

Haukastúlkur byrjuðu seinni hálfleik mun betur og byggðu þar grunn að sigri sínum.  Fljótlega voru þær komnar í 5 stiga forskot og það forskot létu þær ekki af hendi það sem lifði af leiks. Keflavíkurstúlkur áttu nokkur áhlaup en komust aldrei yfir í seinni hálfleik.  60-65 var lokastaðan og Íslandsmeistararnir byrja mótið á tapi á heimavelli.

Hjá gestunum var Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæst með 23 stig og var að spila fanta góðan körfuknattleik. Næst henni var Slavica Dimovska með 21 stig  Hjá Keflavík var það Pálína Gunnlaugsdóttir sem setti niður 19 stig  og næst henni var Birna Valgarðsdóttir með 12 stig.  Skotnýting Keflavíkur var þeim líklega að falli í kvöld en aðeins  29% skota rötuðu rétta leið.  

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -