09:31
{mosimage}
(Shouse og félagar taka á móti Njarðvíkingum í kvöld)
Þriðja umferð Iceland Express deildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Stjarnan í Garðabæ tekur á móti Njarðvíkingum í Ásgarði í kvöld og verður viðureign liðanna í beinni útsendingu á Karfan.is TV. Hægt er á útsendingarhluta Karfan.is að horfa á í endursýningu leik Breiðabliks og Skallagríms í fyrstu umferð deildarinnar.
FSu tekur á móti botnliði Skallagríms í Iðu á Selfossi og Keflavík fær ÍR í heimsókn í Toyotahöllina. Þriðju umferð lýkur svo annað kvöld með þremur leikjum sem hefjast líka allir kl. 19:15. Þá mætast Breiðablik og KR, Snæfell tekur á móti Þór Akureyri og toppslagur Grindavíkur og Tindastóls fer fram í Röstinni í Grindavík.
Rétt eins og fyrr rekum við þann varnagla að veraldarvefurinn verði okkur hliðhollur í útsendingunni en minnum á að ef útsendingin tekst ekki sem skyldi verður leiknum komið fyrir á endursýningarhlutanum eins fljótt og auðið er.
Mynd: [email protected]