Það var 17. meistarafáninn sem var hífður upp í rjáfur á heimavelli Boston Celtics í viðhöfn sem er venja í fyrsta leik ríkjandi meistara. Auk þess fengu leikmenn Boston meistarahringa sína sem eru einskonar verðlaunapeningar fyrir titilinn. Paul Pierce átti erfitt með sig í athöfninni og var byrjaður að brynna músum á tímabili. Boston kláraði svo gott kvöld með sigri á Cleveland Cavaliers 90-85.