spot_img
HomeFréttirHaukar unnu KR og Hamar Hött

Haukar unnu KR og Hamar Hött

16:49

{mosimage}

Hamarsmenn gerðu góða ferð austur á land í dag og sóttu sigur gegn Hetti 113-71 í 1. deild karla. Eins og áður hefur komið fram var leik KFÍ og Vals frestað þar til á morgun. Að lokum áttust  við KR og Haukar í Iceland Express deild kvenna og sigruðu Hafnarfjarðarstúlkur örugglega 72-53.

Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst Haukastúlkna með 26 stig og var nálægt fjórfaldri tvennu, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar auk þess að stela 8 boltum.

Hildur Sigurðardóttir skoraði mest fyrir KR eða 16 stig en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 11 og tók 16 fráköst.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -