20:00
{mosimage}
Ólafur Guðmundsson
Það má segja að Hólmurum vanti ekki menn því tvö lið mönnuð að mestu strákum úr Stykkishólmi áttust við í dag þegar Mostri tók á móti Brokey í 2. deildinni. Þarna eru strákar sem hæglega gætu verið í Snæfelli og gert góða hluti en Árni Ásgeirsson úr Mostra er einmitt fyrrverandi leikmaður Snæfells frá síðasta tímabili. Dómarar leiksins voru þeir síbrosandi og einbeittu Högni Högnason og Ásgeir Guðmundsson sem dæmdu af röggsemi og útskýrðu hvern dóm vel fyrir leikmönnum og áhorfendum svo allir væru með á nótunum. Þetta var ekki bara leikur venjulegur heldur leikur upp á stoltið og flestir strákar sem þekkjast og fá sér eflaust einn kaldann (powerade) saman eftir leik.
Brokeyingar komust í 14-0 á fyrstu 3 mín og áttu Mostramenn erfitt í sóknum sínum þar sem vörn Brokey hélt vel og sendingar rötuðu sjaldan rétta leið og hittnin að stríða mönnum. Fyrri hlutin var yfirkeyrsla Brokey og leiddu þeir 24-8 eftir fyrstahluta og var Óli "Bakarans" Guðmundsson að spila vel fyrir Brokey. Mostramenn áttu erfitt með Brokey og munurinn minnkaði lítið í öðrum hluta þó hlutinn hafi verið jafnari í skori (10-12) en Brokey hélt því 18-20 stiga forskoti sem þeir lögðu grunninn að í fyrsta hluta og voru Brokey yfir í hálfleik 36-18.
Mostri skipti yfirr í 2-3 vörn og var það ekkert að skila framan af 3. hluta en undir seinni partinn tóku Mostramenn sig til og áttu 8-0 kafla sem skilaði þeim nær í 34-44 sem gaf þeim von. Brokey leiddi áfram eftir 3. hluta 49-36 en Mostramenn að vinna hlutann 18-13 þar sen Guðlaugur Gunnars var sprækur. Brokeyingar voru samt ekkert á að leyfa neinn aðsúg og komust fljótt í 21 stiga mun 62-41. Þegar mínúta var eftir komust Mostri nær með baráttu og staðan var 52-63 fyrir Brokey og of lítið fyrir Mostra að klóra í bakkan. Eftir mikinn hamagang endaði leikurinn 52-67 fyrir Brokey og var Ólafur Guðmunds þeirra stigahæsti með 23 stig en hjá Mostra voru Guðlaugur með 13 stig og Birkir Björgvins 10 stig.
Símon B. Hjaltalín.
Mynd: www.brokeybasket.com