15:10
{mosimage}
Keflavík B komst um helgina upp að hlið Ármanns í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Keflvíkingar mörðu sigur með einu stigi.
Íris Andrésdóttir, bakvörður Ármanns, sofnaði trúlega seint eftir leikinn. Þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknu voru Keflvíkingar stigi yfir, 63-62. Íri stal boltanum eftir innkast og komst í frítt sniðskot upp við körfuna en boltinn dansaði á hringnum áður en hann datt út í teig. Tania Srahan náði boltanum þar en komst ekki upp í skot og leiktíminn rann út. Annar dómari leiksins virtist vilja dæma víti en félagi hans var ekki sammála og réði.
En það fór fleira úrskeiðis í lokafjórðungnum hjá Ármanni en skot Írisar. Áður en hann hófst voru þær með átta stiga forskot, 49-57. En það hvarf hratt. Sóknarleikur gestanna hrökk í algjöran baklás og upp úr miðjum fjórðungnum komust Keflavíkur stúlkur yfir með hinu dýrmæta stigi. Fögnuður þeirra, eftir naglaeyðandi sekúndur, í leikslok var einlægur.
Vissulega voru þær yfir eftir fyrsta fjórðung, 22-21 en gestirnir snéru því við og leiddu 36-40 í hálfleik. Mestu munaði um stórleik Taniu sem skoraði 32 stig og tók 28 fráköst, þarf af fimmtán sóknarfráköst. En sóknarleikur Ármanns var of einhæfur. Tania þreyttist fyrir utan að vera tví- þrídekkuð af Keflavíkurstúlkum í lokin. Villuvandræði Rutar Ragnarsdóttur, sem lék innan við tíu mínútur og Bryndísar Gunnlaugsdóttir, sem var ekki með í fyrri hluta seinasta leikhluta vegna þeirra, reyndust gestunum líka erfið.
Í liði Keflavíkur var Telma stigahæst með 17 stig og gaf sjö stoðsendingar. Ástrós skoraði fimmtán stig og var fyrirferðamikil í vörninni þar sem hún var í slag við Ármenninga um flesta bolta. María skoraði tíu stig og tók sjö fráköst.
Sem fyrr sagði var Tania Strahan var atkvæðamest í liði Ármanns. Íris kom næst henni með níu stig.
Texti og myndir: Gunnar Gunnarsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}