spot_img
HomeFréttirIsabella frábær í enn einum sigri South Adelaide

Isabella frábær í enn einum sigri South Adelaide

Isabella Ósk Sigurðardóttir og South Adelaide Panthers lögðu Forestville Eagles fyrr í dag í NBL1 deildinni í Ástralíu, 83-91.

South Adelaide eru eftir leikinn í efsta sæti central hluta deildarinnar með 10 sigra og 2 töp það sem af er tímabili.

Isabella var stórkostleg fyrir liðið í leiknum, skilaði 21 stigi, 16 fráköstum, 2 stoðsendingum og vörðu skoti, en hún var með 32 í framlag fyrir frammistöðuna.

Næsti leikur Isabellu og South Adelaide er þann 8. júlí gegn West Adelaide Bearcats.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -