spot_img
HomeFréttirÞröstur Leó: Það stóð hnefi út úr maganum á mér!

Þröstur Leó: Það stóð hnefi út úr maganum á mér!

16:33
{mosimage}

(Þröstur Leó Jóhannsson)

Keflvíkingurinn baráttuglaði Þröstur Leó Jóhannsson er kominn aftur á ról eftir rétt rúmlega mánaðar fjarveru frá Íslandsmeistaraliði Keflvíkinga. Þröstur var með sínum mönnum í gær sem skelltu Hetti frá Egilsstöðum í 16 liða úrslitum Subwaybikarsins. Þröstur lék í rétt rúmar 9 mínútur og gerði 5 stig.

,,Ég ætla að reyna að vera með í næsta deildarleik,“ sagði Þröstur í samtali við Karfan.is en bati hans ku vera óvenju skjótur. ,,Læknirinn minn sagði að það væri óséð að einhver hefði farið svona snemma af stað eftir kviðslit,“ sagði Þröstur en í gærkvöldi þegar hann lék með Keflavík voru 4 vikur og 1 dagur síðan hann fór í aðgerðina við kviðslitinu.

,,Þetta gerðist eftir leikinn gegn Breiðablik, ég hef reyndar verið smávægilega kviðslitinn síðasta árið en þetta gaf sig endanlega eftir Blikaleikinn,“ sagði Þröstur sem var heima hjá sér eftir leik þegar hann fann fyrir ónotum í kvið.

,,Ég leit á magan á mér og það var eins og hnefi stæði út úr honum,“ sagði Þröstur léttur en virkilega sáttur við skjótan og góðan bata.

Gunnar Einarsson hefur verið að glíma við bakmeiðsli í Keflavíkurliðinu en von er á að hann komi aftur inn í hópinn strax á nýja árinu. Keflavík lagði Hött í gærkvöldi 107-58 og eru því komnir í 8-liða úrslit Subwaybikarsins.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -