spot_img
HomeFréttirSamdi fyrir Britney

Samdi fyrir Britney

10:30

{mosimage}

Það er ekki víst að allir körfuknattleiksmenn á Íslandi viti hver Arnþór Birgisson er, en Britney Spears veit það. Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að Arnþór hafi samið lagið Out from under sem er á nýjustu plötu Britney. En hvernig tengist þetta íslenskum körfubolta?

Arnþór þessi var í körfubolta á yngri árum þó hann hafi lítið leikið á Íslandi. Hann fór ungur til Svíþjóðar með föður sínum Birgi Jakobssyni fyrrum leikmanni ÍR og landsliðsins. Arnþór var efnilegur í boltanum og lék með einu sigursælasta unglingalandsliði Íslands, drengir fæddir 1976 sem náði mjög góðum árangri í lokakeppni EM í Tyrklandi undir stjórn Axels Nikulássonar.

Arnþór hætti þó snemma í körfubolta og hefur einbeitt sér að tónlistinni. Morgunblaðið segir jafnframt að Arnþór sé að fara að vinna á næstunni með Leona Lewis og Toni Braxton.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -