spot_img
HomeFréttirTeitur tekur við Stjörnunni

Teitur tekur við Stjörnunni


Teitur með Njarðvíkinga á síðasta tímabili
Njarðvíkingurinn knái, Teitur Örlygsson hefur náð samkomulagi við lið Stjörnunnar um að taka að sér þjálfun liðsins það sem af er tímabilinu. Stjarnan sagði upp fyrir skömmu samningi sínum við Braga Magnússon og höfðu því verið á leit eftir nýjum þjálfara.  Í samtali við Karfan.is kvaðst Teitur nokkuð spenntur fyrir verkefninu.

“Það er bara ánægjulegt að vera komin aftur í slaginn og ég hlakka mikið til. Þetta er óvenjuleg staða fyrir mig að koma í en ég held að það sé gott fyrir mig að komast í nýtt umhverfi. Þetta verður erfitt og það verður barningur en ég hef fulla trú á að verkefnið eigi eftir að ganga vel” sagði Teitur í stuttu spjalli.  Leikmönnum Stjörnunnar var í kvöld gert ljóst að Teitur yrði næsti þjálfari liðsins en hann mun þó ekki  stýra liðinu fyrr en eftir leik á morgun þar sem að Stjarnan tekur á móti FSU.

Fréttir
- Auglýsing -