spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Grindavík fylgir KR sem skugginn

Úrslit kvöldsins: Grindavík fylgir KR sem skugginn

21:18
{mosimage}

Elleftu umferð í Iceland Express deild karla lauk í kvöld með þremur leikjum þar sem Grindavík stöðvaði sigurgöngu ÍR og hélt uppteknum hætti við að fylgja toppliði KR eftir sem skugginn. Lokatölur í Röstinni í kvöld voru 92-78 Grindavík í vil þar sem Guðlaugur Eyjólfsson gerði 20 stig í liði heimamanna. Hjá gestunum í ÍR var Hreggviður Magnússon með 28 stig og 9 fráköst.

Breiðablik gerði góða ferð norður á Sauðárkrók og hafði betur gegn Tindastól 79-83. Kristján Rúnar Sigurðsson fór á kostum í liði Blika með 32 stig en Svavar Atli Birgisson gerði 23 stig og tók 8 fráköst hjá Stólunum.

Skallagrímur mátti svo þola enn eitt risatapið þegar Íslandsmeistarar Keflavíkur mættu í Fjósið. Lokatölur í Borgarnesi voru 52-97 Keflavík í vil. Sigurður Gunnar Þorsteinsson heldur áfram að láta finna fyrir sér í Keflavíkurteignum og gerði 24 stig og tók 5 fráköst í kvöld. Hjá Skallagrím var Landon Quick að leika sinn fyrsta leik og skoraði hann 17 stig og tók 9 fráköst fyrir Skallagrím.

Staðan í deildinni: http://server4.mbt.lt/prod/kki/

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -