10:05:02
Nóttin í NBA var full af óvæntum uppákomum þar sem bar hæst tap Boston fyrir New York Knicks. Eftir metbyrjun og lengstu sigurhrinu í sögu félagsins hefur Boston-maskínan hikstað all verulega og tapað 4 af síðustu 6 leikjum.
Þá tapaði Cleveland fyrir botnliði Austurdeildarinnar, Washington, Orlando fyrir Toronto, Dallas steinlá fyrir Memphis og Detroit rétt lagði LA Clippers.
Á meðan unnu Lakers hins vegar sannfærandi sigur á Portland og eru nú með besta sigurhlutfallið í deildinni.
Úrslitin má finna hér að neðan…
Orlando 102
Toronto 108
Cleveland 77
Washington 80
Detroit 88
LA Clippers 87
Dallas 82
Memphis 102
Boston 88
New York 100
Portland 86
LA Lakers 100
ÞJ