spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Stórleikir á Suðurnesjum

Leikir dagsins: Stórleikir á Suðurnesjum

09:42
{mosimage}

(Jason og félagar í KR hafa ekki stigið feilspor í vetur)

Fjórir leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld þegar þrettándu umferð lýkur. Í mörg horn verður að líta á Suðurnesjum þar sem hver stórleikurinn rekur annan. Allir fjórir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og fá Íslandsmeistarar Keflavíkur tækifæri til þess að hysja upp um sig eftir bikarskellinn gegn KR á dögunum.

Íslandsmeistarar Keflavíkur og topplið KR mætast í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en þetta er fyrsta beina útsending vetrarins frá Iceland Express deildinni. KR er ósigrað á toppi deildarinnar en Keflavík er um þessar mundir í 3. sæti með 8 sigra og 4 tapleiki.

Ekki langt frá eða í Grindavík nánar tiltekið verður Suðurnesjarimma þegar heimamenn fá Njarðvíkinga í heimsókn. Nick Bradford átti samkvæmt Grindvíkingum að lenda hér á Íslandi í morgun en hann samdi nýverið við gula og ef allt gengur að óskum verður hann í búningi í kvöld. Grindavík er í 2. sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir KR en Njarðvíkingar eru í 6. sæti með 12 stig.

Nýliðar Breiðabliks fá Þór Akureyri í heimsókn í Smárann en bæði lið berjast nú hart fyrir sæti í úrslitakeppninni sem og tilverurétti sínum í deildinni enda skammt á milli feigs og ófeigs þar sem aðeins 6 stig skilja að liðið í 3. sæti deildarinnar og liðið í 11. sæti deildarinnar.

Snæfellingar fá svo botnlið Skallagríms í heimsókn í Hólminn þar sem Lucious Wagner leikur væntanlega sinn fyrsta leik með Snæfellingum. Skallagrímsmenn eru komnir á bragðið en þeir unnu sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu þegar Blikar komu í heimsókn og því eru Borgnesingar komnir með eitthvað til að byggja ofan á.

Aðra leiki kvöldsins má finna hér: http://kki.is/leikvarp.asp

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -