spot_img
HomeFréttirBikarspá: Anna María Sveinsdóttir

Bikarspá: Anna María Sveinsdóttir

19:00
{mosimage}

(Anna María Sveinsdóttir)

Keflvíkingurinn Anna María Sveinsdóttir rýnir í undanúrslitaleikina í Subwaybikarnum sem hefjast á morgun. Í karlaflokki spáir hún því að Njarðvík og KR muni leika til úrslita um bikarinn.

KR-UMFG
Þetta er í raun úrslitaleikur bikarkeppninnar í karlaflokki, liðið sem vinnur þennan leik á bikarmeistaratitilinn vísan held ég með allri virðingu fyrir hinum liðunum. Spurning hvernig Nick vinur okkar Keflvíkinga kemur út í Grindavík, þetta er eðal leikmaður og ekta svona “semmings” maður þannig að ég á von á hörkuleik. KRingar hafa verið að spila mjög vel það sem af er og mér finnst eins og þeir séu ekki að spila á fullu og ef þeir lenda í vandræðum þá tekur Jón nokkur Arnór sig til og setur í annan gír og þá rúlla þeir yfir allt og alla, drengurinn er í ruglinu, hann er á allt öðru “leveli” en allir aðrir, svakalega góður leikmaður í alla staði. En vonandi fáum við hörkuleik og ég spái KR sigri með 5 stigum.

Stjarnan – Njarðvík
Þetta verður eins og hinn leikurinn, hörkuleikur en á öðru “tempói” . Bæði lið með unga og frekar óreynda leikmenn, Stjarnan með útlendinga sem vega upp á móti Magga Þór, Loga og Frikka í Njarðvík, spurning hvort Teitur nái að snúa sínu liði frá síðasta leik þar sem þeir lágu fyrir Njarðvík en ég spái Njarðvíkursigri með 2 stigum.

Þá eru það kvennaliðin…

Keflavík – Valur
Ég sá nú deildarleikinn í vikunni og fannst Keflavíkurliðið ekki sannfærandi, allt of mikill hamagangur og læti meðan Valsstúlkur spiluðu mjög vel með Signý sem besta mann og þær spila vel saman sem lið. Ég hef fulla trú á mínum stúlkum og held að þær taki þetta með trompi, það er náttúrulega stærsti leikur ársins í boði ef þær vinna þetta þannig að ég held að þær vinni þetta með 10 stigum.

Skallagrímur – KR
Gott hjá Skallagrímsstelpunum að vera komnar í undanúrslit en samt sem áður verður þetta léttur leikur hjá KR ég spái engum tölum en KR í úrslitaleikinn.

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -