06:00
{mosimage}
(Grindavík varð bikarmeistari í kvennaflokki á síðustu leiktíð)
Undanúrslitunum í Subwaybikar karla og kvenna lýkur í dag með þremur leikjum. Báðir kvennaleikirnir eru kl. 16:00 en viðureign Stjörnunnar og Njarðvíkinga er kl. 19:15 í Ásgarði í Garðabæ.
Stjarnan er að leika sinn fyrsta undanúrslitaleik í sögu félagsins og eygja von um að komast í Laugardalshöll. Njarðvíkingar þekkja þessa stöðu betur en mörg önnur lið landsins en grænir eru með ung og óreynt lið svo mikið mun mæða á landsliðsgörpunum Loga Gunnarssyni, Friðriki Stefánssyni og Magnúsi Gunnarssyni. Það lið sem vinnur í kvöld mun mæta KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll sunnudaginn 15. febrúar næstkomandi.
Í kvennaflokki eru það Íslandsmeistarar Keflavíkur sem taka á móti Val í undanúrslitum en liðin mættust fyrr í þessari viku þar sem Keflvíkingar höfðu nauman sigur. Lið Borgarness úr 1. deild fær síðan KR í heimsókn í Fjósið í Borgarnesi og þar munu heimakonur vísast eiga á brattann að sækja.
Aðrir leikir dagsins: http://kki.is/leikvarp.asp?Dags=25.1.2009
{mosimage}