13:00
{mosimage}
(Jóhann Árni hefur fundið sig vel í Þýskalandi)
Jóhann Árni Ólafsson og félagar í þýska Pro B liðinu Proveo Merlins komust í gærdag upp í 2. sæti deildarinnar eftir sigur í framlengingu gegn Telemotive Munchen. Lokatölur leiksins voru 94-87 Merlins í vil. Merlins gerðu öll 7 stig framlengingarinnar en Munchen náði ekki að skora samkvæmt úrslitasíðu þýska sambandsins.
Því miður er tölfræði leiksins enn ekki komin inn en eins og fyrr greinir færðust Merlins upp í 2. sæti deildarinnar og eru einum sigurleik á eftir toppliði SOBA Dragons Rhöndorf.