20:42
{mosimage}
Grindavíkurstúlkur sýndu úr hverju þær eru gerðar í kvöld þegar þær sigruðu Snæfell á heimavelli 78-59 í B riðli Iceland Express deildar kvenna. Í hinum leik B riðils vann Valur – Fjölni 78-54. Valsstúlkur þurfa aðeins einn sigur enn til að tryggja sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Í A riðli sigraði Keflavík Hamar 92-83. Í 1. deild karla gerði Þór úr Þorlákshöfn góða ferð á Laugarvatn í kvöld og sigruðu heimamenn, Laugdæli, 71-77 eftir að Laugdælir höfðu leitt 68-66 þegar um 4 mínútur voru eftir.
Petrúnella Skúladóttir skoraði mest Grindavíkurstúlkna eða 24 stig og hinu megin var Krister Green atkvæðamest með 24 stig og 14 fráköst.
Bernadett Toplak skoraði 18 stig fyrir Val en Efemía Sigurbjörnsdóttir skoraði 15 fyrir Fjölni.
Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með 31 stig en í liði Hamars var Julia Demirer í miklum ham, skoraði 34 stig og tók 27 fráköst.