spot_img
HomeFréttirÍsland í Norðurlandariðli á EM

Ísland í Norðurlandariðli á EM

11:58

{mosimage}

Í morgun var dregið í riðla í Evrópukeppnum yngri landsliða sem fara fram í sumar. Ísland sendir eitt lið til leiks en það eru U18 ára drengir sem taka þátt í B keppninni sem fer fram í Sarajevo í Bosníu og Herzegovínu.

Ísland leikur í riðli með Slóvaíku, Finnlandi, Svíþjóð og Póllandi, það má því segja að riðillinn verði endurtekning á Norðurlandamótinu sem fer fram í Solna í Svíþjóð í maí. Þess má geta að í öðrum riðli keppninnar verða Danir og Norðmenn svo allar Norðurlandaþjóðirnar eru í tveimur riðlum keppninnar.

Þjálfari U18 ára liðs drengja er Ingi Þór Steinþórsson og valdi hann 15 manna hóp fyrir NM á dögunum og er hann eftirfarandi.

Arnar Pétursson · Breiðablik
Arnþór Freyr Guðmundsson · Fjölnir
Björn Ingvi Tyler Björnsson · Fjölnir
Björn Kristjánsson · KR
Daði Grétarsson · ÍR
Egill Egillsson · Snæfell
Haukur Óskarsson · Haukar
Haukur Pálsson · Fjölnir
Kristján Andrésson · Snæfell
Ragnar Nathanelsson · Hamar
Sigurður Þórarinsson · Skallagrímur
Tómas Tómasson · Fjölnir
Trausti Eiríksson · Skallagrímur
Þorgrímur Guðni Björnsson · Valur
Ægir Þór Steinarsson · Fjölnir

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -