spot_img
HomeFréttirStjarnan sigraði í Borgarnesi og Snæfell í Keflavík

Stjarnan sigraði í Borgarnesi og Snæfell í Keflavík

20:36

{mosimage}

Stjörnumenn unnu öruggan sigur á Skallagrímsmönnum í Borgarnesi í kvöld í Iceland Expressdeild karla, 74-102. Keflavík og Snæfell sigraði Keflavík á útivelli, 73-81, eftir að heimamönn höfðu byrjað betur í leiknum. Með sigrinum komst Snæfell upp fyrir Keflavík í þriðja sæti deildarinnar. Í 1. deild karla unnu Ármenningar sinn fyrsta sigur á þessu ári þegar þeir lögðu Þórsara í Þorlákshöfn, 82-85 og komust þar með skrefi lengra frá fallsætinu. Valsmenn taka á móti KFÍ en sá leikur hófst klukkan 20. Leik Tindastóls og Njarðvíkur sem fara átti fram í kvöld var frestað vegna jarðarfarar Óttars Bjarnasonar fyrrverandi stjórnarmanns í körfuknattleiksdeild Tindastóls og eins af forkólfum Molduxa frá Sauðárkróki. Sá leikur fer fram 12. febrúar næstkomandi.

Justin Shouse var stigahæstur Stjörnumanna með 24 stig en hjá heimamönnum var Landon Quick stigahæstur með 19 stig.

Í Keflavík var Landon Quick stigahæstur gestanna með 18 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst, það var þó Hlynur Bæringsson sem tók flest fráköst gestanna eða 13 auk þess sem hann skoraði 12 stig. Það var þó heimamaðurinn Jón Nordal Hafsteinsson sem tók flest fráköst í kvöld, alls 15, en hann skoraði 16 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson var þó stigahæstur Keflvíkinga með 17 stig og gaf að auki 12 stoðsendingar.

Níels Dungal skoraði 23 stig fyrir Ármann og Sæmundur Oddsson 22. Richard Field var með 27 fyrir heimamenn auk þess sem hann tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -