10:45
{mosimage}
(Þorleifur á það til að gleðja vallargesti með glæstum tilþrifum)
Þegar allt var á suðupunkti í gærkvöldi í viðureign Grindavíkur og KR í Iceland Express deild karla stálu Grindvíkingar boltanum og 41 sekúnda var til leiksloka. Þorleifur Ólafsson sem gerði 19 stig í 91-80 sigri Grindvíkinga í gær fékk boltann eftir grimma Grindavíkurvörn og Hilmar Bragi Bárðarson fréttastjóri Víkurfrétta á Suðurnesjum náði meðfylgjandi myndum þegar Þorleifur tróð með tilþrifum og gerði allt vitlaust í Röstinni.
Þorleifur kórónaði frábæran leik hjá sér með þessari troðslu og ekki á hverjum degi sem boðið er upp á svona tilþrif í jafn stórum leik. Hilmar Bragi hefur síðustu tvo áratugi skipað sér á sess meðal fremstu fréttaljósmyndara landsins og sýndi enn eina ferðina í gærkvöldi hvers hann er megnugur þegar hann fangaði þetta spennuþrungna og tilþrifa mikla augnablik.
Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson – www.vf.is
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}