11:00
{mosimage}
Nú er það Falur Harðarson sem gefur okkur innsýn í hugleiðingar sínar fyrir leikina. Falur hefur spilað ófáa úrslitaleikina um ævina og bikarúrslitaleikirnir stór hluti af þeim. Hann þekkir því vel hvernig er að undirbúa sig sem leikmaður fyrir svona leik,hvað fer í gegnum koll leikmanna dagana fyrir og svo inn á vellinum þegar leikurinn er í gangi.
Sjáum hvað Falur hefur að segja:
Einn skemmtilegasti körfuboltadagur ársins nálgast óðfluga. Leikmenn liðanna í karla og kvennaflokki eru eflaust
búin að vera velta þessu degi fyrir sér í tíma og ótíma síðan að sigur vannst í 4-liða úrslitum. Stjórnir félaganna
og stuðningsmenn liðanna bíða að sama skapi eftir deginum og eru með allskonar uppákomur í aðdraganda dagsins
og á leikdegi. Er til eitthvað skemmtilegra? Nú þurfa menn og konur að stíga á stóra sviðið og láta verkin tala!
Keflavík – KR
Þetta verður klárlega spennandi og skemmtilegur leikur, liðin er nokkuð jöfn eins og sýndi sig í síðasta leik
þessara liða sem KR vann í Vesturbænum 78-74. Spurningin verður hvort liðið verður fljótara að ná tökum á
spennunni sem fylgir bikarúrslitaleiknum. Ég hef trú á að Keflavíkurstúlkur séu með reynlsumeira lið og nái að
snúa spennunni sér í hag og vinni leikinn 75-71.
KR – Stjarnan
KR er besta lið vetrarins fram til dagsins í dag, þó þeir hafi tapað í Grindavík sl. mánudag. Stjarnan skín skært
eftir að Teitur tók við og með sjálfstraustið í botni mæta þeir sem ódauðleigir í leikinn. Byrjunin skiptir Stjörnuna
öllu máli, eftir því lengra sem líður á leikinn og þeir ná að halda leiknum jöfnum, því meiri möguleika eiga þeir á að
stela sigrinum. Já stela, því ég tel að KR liðið sé of sterkt til að klikka á þessu prófi. KR vinnur 94-77.
Að lokum til leikmanna. Njótið dagsins og munið eftir því að það eru fimm inná í hvoru liði, tvær körfur og bolti.
Allt annað er aukaatriði.
Mynd: vf.is